bíddddu...

Hvað er í gangi...afhverju fá sumir námslánin sín felld niður og aðrir ekki og hver er það sem ákveður þessa niðufellingu ef LÍN er ekki á sama máli.

Það er einog fólk hafi aldrei verið í fjárhagsörðugleikum áður og nú er bara allt leyfilegt. 

Það er til fólk  sem vinnur mikið til að ná endum saman, það ætti bara að hætta því og fara í greiðsluaðlögun.......


mbl.is Námslánaskuldir felldar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alveg dæmigert.

Fyrst kvarta unda því að ekkert sé gert fyrir heimilin í landinu. Og svo þegar eitthvað er gert þá er um að gera að vera abbó og vilja líka fá svona niðurfellingu.

Ég er þess fullviss að fólk sem fær niðurfellingu á námslánum sínum er í verulegum greiðsluerfiðleikum og ef þú ert í þeirri aðstöðu, þá skalt þú endilega sækja um greiðsluaðlögun. Hún felur í sér að þú ert ekki talinn hæfur til að fara með þín fjármál. Færð skipaðan yfir þig fjáhaldsmann sem ráðstafar fé þínu.Í kjölfarið færðu hugsanlega niðurfellingu á námslánum. Frekar niðulægjandi aðgerð.

Verði þér að góðu.

Hanna (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 12:56

2 identicon

Þessi úrræði sem Guðrún talar um eiga að virka fyrir heildina en ekki einstaklinginn þ.e. það eru allir settir undir sama hattinn óháð aðstæðum. Þessi svokölluðu úrræði eru bara alls ekki að virka hjá sjóðnum fyrir lánþega.

 Ég verð bara segja eins og er að sjóðurinn er verri í viðureign núna en þegar Gunnar Birgisson var formaður stjórnar. Ég held að þeir verði að staldra við og skoða málin miklu betur en þeir gera núna.

Það er erfiðast af öllum lánastofnunum að eiga við LÍN. Þetta er staðreynd sem margir þekkja og hefur verið rætt um í fjölmiðlum undanfarið. Þeir virðast engan vegin skilja, eða vilja ekki skilja, aðstæðurnar sem eru í þjóðfélaginu í dag því miður......

Friðþjófur (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 13:02

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Samkvæmt lögum þá eru allir lánadrottnar jafn réttháir.

Það stríðir gegn lögum ef kröfur LÍN verða látnar hafa forgang á kröfur Íbúðalánasjóðs, Glitnis fjármögnunar eða MP banka.

Þetta fólk sem fer í greiðsluaðlögun það er komið í þrot, það getur ekki greitt sínar skuldir og það er verið að gefa því tækifæri að vinna sig úr úr sínum málum með afskriftum skulda. Annars er þetta fólk dæmt úr leik í samfélaginu það sem eftir er.

Að hjálpa þessu fólki er það sem almenningur hefur verið að kalla eftir, þetta er hluti af skjaldborginni sem reist var um fjölskyldurnar í landinu eftir að erlend lán hafa hækkað um 100% og verðtryggð lán um 40%.

Ef menn ætla að fara að skammast yfir að skuldir séu afskrifaðar hjá fólki sem getur ekki staðið undir sínum skuldum þá eiga menn að ræða það á þeim nótum en ekki taka LÍN eða aðrar skuldir og segja að þessar eða hinar skuldirnar megi ekki afskrifa.

Annað hvort hjálpum við því fólki sem stefnir í persónuleg gjaldþrot vegna núverandi ástands eða ekki.

Ég bendi á að engin græðir á því ef við förum að gera þúsundir Íslendinga gjaldþrota í núverandi ástandi.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 9.12.2009 kl. 13:12

4 Smámynd: corvus corax

Friðrik Hansen segir að niðurfelling námslána sé hluti af skjaldborginni sem reist var um fjölskyldurnar í landinu. Hverslags bull er þetta í manninum, það hefur engin skjaldborg verið reist um fjölskyldurnar í landinu til annars en að tryggja að þeim berist engin hjálp, heldur fái fjármagnseigendur haldið öllu sína. Og svo vil ég hvorki heyra né lesa svona þvætting aftur ...og hana nú!

corvus corax, 9.12.2009 kl. 13:51

5 identicon

Alveg dæmigert, bara þeir sem hafa skitið ALVEG upp á hnakka fá niðurfellingu lána. Maður er eiginlega bara farinn að sjá eftir því að hafa ekki farið á neyslufyllerí og hagað sér óskynsamlega í gróðærinu.

Hvað á varkárt fólk að fá fyrir sinn snúð?

Þórður (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 14:13

6 identicon

ég er einn af þeim sem eru í þessu ferli.

Mér finnst sárast að það er ekkert tillit tekið til hvernig skuldirnar komu til, hversu gamlar þær eru, hversu mikið er þegar greitt og þær lánastofnanir sem hegðuðu sér sem verst og bera mesta ábyrgð virðast fá mest út á greiðsluaðlögunartímabilinu. sem er nb. 5 ár.  Er td. með óverðtyggt lán upp á 700 þús, búinn að borga af því 750 þús og bankinn segir að það séu rúm 500 eftir. Meðalvextir á lánstímanum eru um 20-22% líklega. Er með annað upp á tæpar 2. verðtryggt á uþb. 12% vöxtum sem gerði um 30% vexti á síðasta ári. Eins og önnur verðtryggð lán hefur það náttúrlega hækkað. Greitt 1,5 millj, eftir 2,2 millj.

Lánasjóðurinn er minnsta málið. 1 útborguð mánaðarlaun á ári og engin okur vaxtastefna þar.

Eyddi um efni fram á árunum 2002-2003. Endaði í skilnaði og er búinn að vera tæknilega gjaldþrota síðan, með bagga sem veltur áfram á sífelldum, aukakostnaði. 1-3 mán gamlir reikningar velta áfram á 2-4 þús kr. kostnað per gjalddaga, per lán.Gróðærið svokallaða skilaði þó því að ég var rúmt 1,5 ár af þessum tíma með alla reikninga í skilum, en greiddi sama og ekkert niður.

Stend nú frammi fyrir 2 kostum.
1. Ef þetta gengur í gegn að borga 3 millj. á næstu 5 árum. (600 á ári) verðtryggt eftir launavísitölu. Lágmarksframfærsla 5 ár í viðbót og get lítið tekið þátt í neyslu utan nauðsynja. Ef eitthvað klikkar fær maður þetta allt í hausinn nú og ef ekki. þá er maður í fínum málum eftir þennan tíma.

2. Fara á hausinn og greiða einfaldlega það sem mig langar til að greiða eins og ég hef gert undanfarna mánuði. þar á meðal námslánin sem hægt var að skipta í 4 hluta. Á þá kannski séns á að kíkja á tannlækni og svona hluti sem hafa verið látnir liggja milli hluta undanfarin ár. Ef ég kaupi eitthvað verður það tekið af mér.

En guð hjálpi þeim sem misstu vinnuna og fá ekki aðra.

hann (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 16:20

7 identicon

Hvar eru ábyrgðarmennirnir sem eiga vera á bak við öll lán LÍN - er það líka bara plat ? 

EiríkurJ (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 16:43

8 Smámynd: Muddur

Ég þekki dæmi um fjölskyldu sem fór í þessa greiðsluaðlögun og fékk einmitt námslánin felld niður ásamt fjölda annarra skulda, af því að það þótti ekki fyrirséð af hálfu umsjónarmannsins að þau gætu hækkað í tekjum í framtíðinni. Ekki fyrirséð að ung manneskja sem var að klára að mennta sig gæti hækkað í tekjum í framtíðinni? Það finnst mér furðulega ályktað. Svo þegar reiknað var út mánaðarlegt greiðslustreymi þessarrar ágætu fjölskyldu (þ.e. hvað þau gætu borgað miðað við laun), þá var gert ráð fyrir símakostnaði upp á 25 þúsund krónur! Og áskriftargjöldum upp á 10-12 þúsund kall! Svo var svimandi hár matarkostnaður fyrir þessa 4 manna fjölskyldu o.fl. Eftir þennan útreikning dugðu semsagt laun fólksins ekki til að borga námslánin og þau því felld niður.

Ef nauðsynlegt er að eyða 25 þúsundum í síma og 12 þúsundum í áskriftargjöld á mánuði, þá hlýt ég að teljast vel undir fátæktarmörkum, því ekki greiði ég nein áskriftargjöld önnur en RÚV (sem flokkast sem skattur) né tala í síma fyrir 25 þúsund. Af hveru ekki? Af því að ég hef ekki efni á því. Hægt er að fá internettengingu á 2-3 þúsund kall á mánuði og komast ágætlega af með 5000 króna símreikning í heildina (heimasími og gemsar meðtaldir). Eins er vel hægt að komast af án áskriftargjalda, því það er hægt að horfa á RÚV eða vafra um á netinu sér til afþreyjingar. Nú eða bara tala saman eða spila?

Nú ætla ég ekki að gera lítið úr neyð þess fólks sem þarf að fara í greiðsluaðlögun, en maður skyldi ætla að við slíka greiðsluaðlögun yrði gjörsamlega allt strípað útúr heimilisbókhaldinu sem ekki er beinlínis nauðsynlegt til að halda látlaust heimili. En miðað við það sem ég hef heyrt frá lögfræðingi sem ég þekki og mætir reglulega á greiðsluaðlögunarfundi fyrir sinn vinnuveitanda, þá eru kostnaðaráætlanir umsjónarmanna fólks ansi oft vel yfir því sem kalla má nauðsynlegt fyrir látlaust heimili og þar af leiðandi fær fólk afskrifaðar skuldir sem það ætti að geta greitt. Svo má vissulega setja spurningarmerki við því að afskrifa skuldir eins og námslán, sem eru í raun ákveðið félagslegt úrræði til að hjálpa fólki að mennta sig og fjárfesta þannig í framtíð sinni. Ef fólk fær þessar skuldir afskrifaðar, þá er það að öðlast fría menntun, sem er afar ósanngjarnt gagnvart þeim sem þurfa að strita myrkranna á milli til að greiða fyrir sína menntun.

Muddur, 9.12.2009 kl. 19:15

9 identicon

MUDDUR HEFUR LÖG AÐ MÆLA

núll (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 22:01

10 identicon

MUDDUR HEFUR LÖG AÐ MÆLA..algjörlega sammála,og það hefur ekkert með öfund að gera,hlutirnir eru greynilega ekki eins og þeir eiga eða ættu að vera miðað við það sem á undan er sagt.Mér þætti bara fínt að sleppa við að borga mínar skuldir líka.

Hulda Grímsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 23:35

11 identicon

Þetta finnst mér óréttlátt!!!!! Sumir þurfa að standa skila á öllu einir og hafa ekki tekið lán að óþörfu, menntað sig og sitja upp með 3.000.000 í námslán þinglýst á íbúðina sína. Aðrir væla um að fá niðurfellingar og halda áfram árasíunni og eyðslu sem er óþolandi. Sumir þykjast jafnvel vera blankir og geta alltaf skemmt sér, ferðast og haft það gott. Best að ég kanni málið og sjái hvort aðrir geti ekki borgað mína lán!!!!! Nú er ég reið.

Sólveig Dagmar Þórisdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 00:40

12 identicon

Þetta finnst mér óréttlátt!!!!! Sumir þurfa að standa skil á öllu einir og hafa ekki tekið lán að óþörfu, menntað sig og sitja upp með 3.000.000 í námslán þinglýst á íbúðina sína. Aðrir væla um að fá niðurfellingar og halda áfram órasíunni og eyðslu sem er óþolandi. Sumir þykjast jafnvel vera blankir og geta alltaf skemmt sér, ferðast og haft það gott. Best að ég kanni málið og sjái hvort aðrir geti ekki borgað mín lán!!!!! Nú er ég reið.

Sólveig Dagmar Þórisdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 00:46

13 Smámynd: Ívar Gunnarsson

Tek sömuleiðis undir með Muddi

Ívar Gunnarsson, 10.12.2009 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Karlsson

Höfundur

Kristján Karlsson
Kristján Karlsson
sumt þarf að koma fram..
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband